Erlent

Kínverjar auka verulega við björgunaraðgerðir sínar

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að auka verulega við björgunaraðgerðir sínar á jarðskjálftasvæðinu í Sichuan héraði.

Hafa 30.000 hermenn verið sendir þangað og 90 þyrlur. Eru þá alls 80.000 hermenn að störfum á svæðinu. Tala látinna er komin í 15.000 manns og talið er að 26.000 manns séu enn grafnir í rústum húsa sinna.

Menn óttast nú að vatnsstíflur á svæðinu séu að bresta og mikil áhersla er lögð á að koma í veg fyrir slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×