Erlent

Bill Clinton segist ekki munu skipta sér af embættisverkum Hillary

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bill Clinton.
Bill Clinton.

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði í gær að hann myndi skipta sér sem minnst af embættisverkum eiginkonu sinnar, Hillary Clinton, þegar hún tekur sæti í ríkisstjórn Baracks Obama.

Bill sagðist í viðtali við CNN styðja konu sína með ráðum og dáð en sá stuðningur næði ekki inn á nein pólitísk svið. Þannig hafi stuðningur hennar við hann verið í tíð hans sem forseta og svo verði málum háttað áfram milli þeirra hjóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×