Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson frumsýndi nýtt lag sem nefnist „Stórasta land í heimi" í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi þar sem hann lýsti Dorrit Moussaieff sem „Palestínu-Araba sem talar góða íslensku".
„Íslenskumælandi Palestínu-gyðingur eins og Dorrit er þvílíkt að leggja á sig að læra íslensku og það er eitt af því sem ég er mjög ánægður með," segir Erpur þegar Vísir spyr hann út í ummæli hans um forsetafrúna.

„Dorrit kemur fram trekk í trekk og er alltaf að verða sleipari sleipari í íslenskunni."
„Núna vita allir að ballið er búið og fílingurinn sem var í samfélaginu í öllu góðærinu þegar hetjurnar voru fjármálagæjarnir er á enda. Fólk sér eignir sínar hverfa og lánin hækka. Ég nefni Vigdísi, Jón Pál og Laxness í laginu en þau hafa öll gert okkur stolt," segir Erpur.

„Nei ég minnist ekkert á hana í laginu. En þegar Ísland vann silfrið var Óli eina kjötið sem átti heima á sviðinu sem er vel meint á meðan Hanna Birna og þetta lið á alls ekki að vera upp á sviði."
„Það er verið að borga forseta Íslands fyrir að vera sameiningartákn og hann hefur staðið sig vel í því," segir Erpur að lokum.
Myndbandið „Stórasta land í heimi" má sjá hér.