Innlent

Stjórnarflokkurinn í Angóla fékk 80% atkvæða

Stjórnarflokkurinn í Afríkuríkinu Angóla, MPLA, fékk rúmlega 80 prósent atkvæða í þingkosningum sem fram fóru á föstudag.

Vandræðagangur við framkvæmd kosninganna varð til þess að sums staðar þurfti að opna kjörstaði einnig í gær.

Tveir flokkar hafa borist á banaspjót í Angóla um áratugabil; MPLA, sem naut stuðnings Sovétmanna á árum áður og UNITA, sem hlaut stuðning frá Bandaríkjunum. UNITA-flokkurinn missti hins vegar mikið fylgi við það að taka upp vopnaða baráttu á ný eftir að friðarsamningar náðust í landinu fyrir nokkrum árum í kjölfar borgarastyrjaldar sem varði í 27 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×