Innlent

Lögreglan leitar að tveimur mönnum eftir hnífstunguárás

Lögregla höfuðborgarsvæðisins leitar nú að tveimur erlendum mönnum sem taldið er að hafi ráðist á samlanda sinn og sært hann með tveim stungusárum á fótlegg. Árásin átti sér stað í húsi við Snorrabraut fyrr í dag.

Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Að sögn lögreglunnar barst þeim tilkynning um árásina um klukkan 13.30 í dag. Ekki liggur ljóst fyrir hver er ástæðan fyrir árásinni né hvernig þessir menn tengjast hvor öðrum. Samkvæmt heimildum Vísis mun vera um Pólverja að ræða.

Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Þeir tveir sem handteknir hafa verið voru á vettvangi er lögreglan kom að húsinu og hafa þeir stöðu sakborninga í málinu. Allir mennirnir voru undir áhrifum áfengis.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×