Innlent

Ræða breytingar á lögum SÞ um Norðurskautið á fundi á Íslandi

Rúmlega tugur lagasérfræðinga ræðir væntanlegar breytingar á löggjöf Sameinuðu þjóðanna um Norðurskautssvæðið á fundi á Íslandi í dag og fram á þriðjudag. Háskólinn á Akureyri hefur skipulagt ráðstefnuna í samvinnu við David Leary formann Institute of Advanced Studies.

Í frétt frá Reuters-fréttastofunni um fundinn segir m.a. að það geti verið þörf á nýrri löggjöf hjá SÞ um svæðið sökum þess hve ísinn bráðnar hratt og opnar möguleikana á skipaumferð og olíuleit á svæðinu.

Haft er eftir A.H. Zakri hjá háskóla SÞ í Yokohama að margir sérfræðingar telja að gildandi alþjóðalög um Norðurskautssvæðið ráði ekki við ásóknina sem verður er ísinn hverfur.

Fyrir utan nýjar siglingaleiðir og olíuleit má nefna stóraukinn áhuga ferðamanna á svæðinu. Í fyrra heimsóttu 40.000 ferðamenn Norðurskautssvæðið en þessi fjöldi var aðeins 1.000 árið 1987.

David Leary segir að olíuleit á svæðinu geti fylgt gífurleg áhætta því gífurlega erfitt sé að hreinsa olíuleka af ísnum. "Spurningin er hvort við ráðum við þessi mál með núverandi löggjöf eða hvort við þufum nýja alþjóðlega löggjöf um heimsskautasvæðin?" segir Leary.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×