Innlent

LHG tók þátt í öryggisgæslunni á Ljósanótt

Landhelgisgæslan tók þátt í öryggisvörslunni á Ljósanótt í Reykjanesbæ í nótt.

Mikill fjöldi skemmtibáta sigldi frá Reykjavík og víðar til að fylgjast með hátíðahöldnum í bænum af sjó. Voru landhelgisgæslumenn á harðbotna gúmmíbátum á svæðinu og gættu þess að búnaður skemmtibátana væri í lagi auk þess að athuga hvort skipstjórnarmenn um borð væru ölvaðir. Um það gilda sömu reglur og um ölvun undir akstri.

En allt fór vel fram að sögn Landhelgisgæslunnar og engin mál komu upp vegna skemmtibátanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×