Innlent

Ölvaður flugfarþegi handtekinn í Leifsstöð

Ölvaður og æstur flugfarþegi var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi eftir að hann hafði veist að öryggisverði. Gisti maðurinn fangageymslur lögreglunnar í nótt og bíður yfirheyrslu þegar runnið er af honum.

Þá voru slagsmál á skemmtistað við Hafnargötuna í Reykjanesbæ, sem enduðu með því að einn aðili var sleginn í andlitið með flösku.

Viðkomandi skarst í andliti og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem gert var að sárum hans.

Einn aðili var handtekinn skömmu síðar á Hafnargötunni og er hann grunaður um árásina. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar og bíður yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×