Innlent

Áfram umferðartafir í Ártúnsbrekku

MYND/Arnþór

Umferðartafir verða áfram í Ártúnsbrekku til austurs en þar fór fullfermdur vörubíll á hliðina um hádegisbil í dag.

Miklar umferðartafir hafa orðið meðan unnið er að því að fjarlægja bílinn og segir lögregla að þær verði að minnsta kosti til klukkan fimm. Tilkynnt var um slysið um klukkan kortér yfir tólf. Bílnum var ekið af afrein frá Reykjanesbraut inn á Vesturlandsveg með þeim afleiðingum að hann valt en lögregla rannsakar nú hvers vegna þannig fór. Ökumann flutningabílsins mun hafa sakað lítið en hann kvartaði þó undan eymslum í baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×