Innlent

Ein flugbraut dugar

Tæknifræðingur, sem rannsakað hefur veðurfar á Reykjavíkurflugvelli í áratugi, telur að ein flugbraut dugi til að sinna þörfum innanlandsflugs. Hagkvæmasti kosturinn sé að lengja aðra flugbrautina út í Skerjafjörð. Magnús Geir Eyjólfsson.

Í síðustu viku lagði Sveinn Guðmundsson, fyrrum yfirverkfræðingur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, fram nýja hugmynd um Reykjavíkurflugvöll, nokkurs konar málamiðlun til að sætta andstæðar fylkingar. Í stuttu máli gekk hugmynd Sveins út á að lengja Austur-vestur braut flugvallarins út í Skerjafjörð, en Norður-Suður brautin yrðii aflögð og önnur styttri lögð á uppfyllingu.

Gestur Gunnarsson, tæknifræðingur sem fylgjst hefur náið með flugvallarumræðunni í áratugi, er með svipaðar hugmyndir og Sveinn. Hann telur þó ekki þörf á að leggja aðra og styttri Norður-suðurbraut í uppfyllingunni, því einungis ein flugbraut dugi til að sinna öllum þörfum innanlandsflugsins. Einungis þurfi eina flugbraut í átt til vesturs og austurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×