Innlent

Mikil umferð í átt til borgarinnar

Mjög mikil umferð er nú á norður- og vesturlandi á leiðinni suður enda margir sem fóru til Akureyrar um helgina, meðal annars á Bíladaga. Að sögn lögreglu á Blönduósi gengur umferðin vel þrátt fyrir það þó eitthvað hafi verið um hraðakstur. Allt hefur þó gengið slysalaust fyrir sig fram að þessu.

Í Borgarnesi fengust svipaðar fréttir, mikil umferð en allt hefur þó gengið vel til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×