Innlent

Stjórnarþingmaður óánægður með ráðherra

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi lýsir óánægju sinni með stefnuna í orku- og virkjunarmálum í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að eftir að Bitruvirkjun hafi verið slegin af þá hafi Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagt að það þyrfti að hafa áhyggur af orkuskorti og að slegið gæti í bakseglin hjá stórfyrirtækjum sem hygðu á starfsemi á Íslandi.

Jón segir að ekki séu nema nokkur ár síðan að ráðamenn á Íslandi hafi leitað logandi ljósi um heimsbyggðina að fyrirtækjum sem tilbúin væru að skoða Ísland sem valkost fyrir starfsemi sína. Nú sé svo komið að verið sé að senda þau skilaboð að best sé að koma ekki nálægt Íslandi því hér sé svo mikil óvissa og óeining þegar kemur að framtíðarsýn í orku- og virkjunarmálum.

Með þessu er verið að leggja margra ára undirbúningsvinnu og mikilvægan árangur í stórhættu, segir Jón Gunnarsson alþingismaður.


Tengdar fréttir

Nýting auðlinda = atvinna

Á undanförnum áratugum hefur öflugur sjávarútvegur fært okkur þær útflutningstekjur og þau tækifæri sem við höfum notað til að byggja hér upp öflugt samfélag. Á sama tíma og við glímum við tímabundinn aflasamdrátt hefur tekist ótrúlega vel að auka verðmæti afurða og hagræða í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×