Innlent

Tvö alvarleg bílslys í dag

Tvö nokkuð alvarleg bílslys urðu síðdegis í dag og voru allavega fjórir fluttir á sjúkrahús í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.

Annars vegar varð harður árekstur tveggja bifreiða á Breiðholtsbraut. Annar bílanna ók á móti rauðu ljósi og inn í hinn. Ökumenn beggja biðreiða og einn farþegi voru fluttir á sjúkrahús. Hjá Landspítalanum vildi enginn tjá sig um líðan slasaðra.

Hins vegar varð bílvelta við Hafnaveg á Reykjanesi rétt eftir klukkan 15 í dag þegar ökumaður missti stjórn á fólksbíl sem hann keyrði. Einn maður var í bílnum og meiddist hann ekki alvarlega. Mikið sjáanlegt tjón er þó á bílnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×