Innlent

Ferðaheimild til Bandaríkjanna þarf framvegis að sækja um á netinu

Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna þurfa framvegis að sækja um ferðaheimild á netinu áður en haldið er af stað. Hingað til hefur dugað að fylla út þar til gert eyðublað um borð í flugvélunum.

Eftir 1. ágúst þarf að fylla þessa sömu umsókn út á netinu þremur sólarhringum áður en komið er til Bandaríkjanna. Þetta á við um ferðamenn sem dvelja í landinu í níutíu daga eða skemur. Þeir sem þar dvelja lengur þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun.

Eftir að heimildin hefur verið samþykkt af bandarískum yfirvöldum gildir hún í tvö ár.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu bandaríska heimavarnarráðuneytisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×