Björgunarsveitir á hálendinu hafa fengið um 150 hjálparbeiðnir 24. júlí 2008 16:39 Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa fengið hátt í 150 aðstoðarbeiðnir frá ferðafólki á hálendinu það sem af er sumri. Slysavarnarfélagið hefur rekið svokallað hálendisverkefni síðastliðnar fjórar vikur. Sæunn Ósk Kjartansdóttir, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, segir að lauslega megi gera ráð fyrir að tvær aðstoðabeiðnir berist á dag.Landinu skipt í fjögur svæði „Við skiptum landinu upp í fjögur svæði þar sem sveitirnar starfa á og eru það þá Fjallabak, Sprengisandur, norðan Vatnajökuls og Kjalvegur," segir Sæunn í samtali við Vísi. Sæunn bendir á að um margvísleg verkefni geti verið að ræða. Til dæmis berist aðstoðarbeiðnir frá fólki sem hafi fest bílana sína í miðri á eða fólki sem hefur sprengt dekk á bílunum sínum. Hér eftir fara frásagnir af nokkrum þeim verkefnum sem hjálparsveitirnar hafa sinnt.Fótbrotnaði í Brekknafjöllum Síðustu nótt kom beiðni frá breskum ferðamönnum um aðstoð þar sem einn úr hópnum hafði slasast við göngu í Brekknafjöllum og tilkynnt var um að hann væri líklega fótbrotinn. Björgunarfélag Akraness sem er staðsett á Hveravöllum þessa vikuna var kölluð út og fór hún ásamt lögreglu frá Selfossi. Björgunarsveitarmenn fundu ferðamennina eftir talsverða leit a svæðinu rúmlega sex í morgun.Missti meðvitund vegna sykursýkisfalls Þá var björgunarsveitin Vopni, sem staðsett er í Dreka við Öskju, kölluð út í gærkveldi þar sem ferðamaður missti meðvitund vegna sykursýkisfall og var ekki með þau lyf sem til þurfti en hann var í tjaldi við Kverkfjöll. Björgunarsveitamenn fóru á staðinn til að hlúa að honum meðan verið var að bíða eftir þyrlu gæslunnar með lækni. Ferðamaðurinn var síðan fluttur á Landspítalann með þyrlunni. Jafnframt hefur talsvert mikið verið að gera þessa vikuna hjá Björgunarsveitinni Gerpi sem staðsett hefur verið í Nýjadal, töluverður fjöldi af ferðamönnum hafa fengið leiðsögn og aðstoð frá þeim yfir ánna í Nýjadal og öðrum ám og vöðum.Ársæll í Landmannalaugum Björgunarsveitin Ársæll hefur verið í Landmannalaugum og meðal annars aðstoðað hóp þýskra skáta við að komast til byggða, en þeir voru illa búnir og orðnir kaldir. Þá var þýskt par sem sökkti bíl sínum í ánni við Eldgjá var flutt til byggða. Sveitin kom konu til aðstoðar sem var orðin ofkæld upp í Hrafntinnuskeri. Ásamt því að aðstoða fasta bíla og laga sprungin dekk. Þá hefur mikið verið um aðstoðarbeiðnir frá ferðamönnum vegna fastra bíla og aðstoðar yfir ár og vöð. Einnig hafa björgunarsveitir sinnt útköllum vegna týndra ferðamanna, og einnig sinnt slösuðum ferðamönnum. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa fengið hátt í 150 aðstoðarbeiðnir frá ferðafólki á hálendinu það sem af er sumri. Slysavarnarfélagið hefur rekið svokallað hálendisverkefni síðastliðnar fjórar vikur. Sæunn Ósk Kjartansdóttir, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, segir að lauslega megi gera ráð fyrir að tvær aðstoðabeiðnir berist á dag.Landinu skipt í fjögur svæði „Við skiptum landinu upp í fjögur svæði þar sem sveitirnar starfa á og eru það þá Fjallabak, Sprengisandur, norðan Vatnajökuls og Kjalvegur," segir Sæunn í samtali við Vísi. Sæunn bendir á að um margvísleg verkefni geti verið að ræða. Til dæmis berist aðstoðarbeiðnir frá fólki sem hafi fest bílana sína í miðri á eða fólki sem hefur sprengt dekk á bílunum sínum. Hér eftir fara frásagnir af nokkrum þeim verkefnum sem hjálparsveitirnar hafa sinnt.Fótbrotnaði í Brekknafjöllum Síðustu nótt kom beiðni frá breskum ferðamönnum um aðstoð þar sem einn úr hópnum hafði slasast við göngu í Brekknafjöllum og tilkynnt var um að hann væri líklega fótbrotinn. Björgunarfélag Akraness sem er staðsett á Hveravöllum þessa vikuna var kölluð út og fór hún ásamt lögreglu frá Selfossi. Björgunarsveitarmenn fundu ferðamennina eftir talsverða leit a svæðinu rúmlega sex í morgun.Missti meðvitund vegna sykursýkisfalls Þá var björgunarsveitin Vopni, sem staðsett er í Dreka við Öskju, kölluð út í gærkveldi þar sem ferðamaður missti meðvitund vegna sykursýkisfall og var ekki með þau lyf sem til þurfti en hann var í tjaldi við Kverkfjöll. Björgunarsveitamenn fóru á staðinn til að hlúa að honum meðan verið var að bíða eftir þyrlu gæslunnar með lækni. Ferðamaðurinn var síðan fluttur á Landspítalann með þyrlunni. Jafnframt hefur talsvert mikið verið að gera þessa vikuna hjá Björgunarsveitinni Gerpi sem staðsett hefur verið í Nýjadal, töluverður fjöldi af ferðamönnum hafa fengið leiðsögn og aðstoð frá þeim yfir ánna í Nýjadal og öðrum ám og vöðum.Ársæll í Landmannalaugum Björgunarsveitin Ársæll hefur verið í Landmannalaugum og meðal annars aðstoðað hóp þýskra skáta við að komast til byggða, en þeir voru illa búnir og orðnir kaldir. Þá var þýskt par sem sökkti bíl sínum í ánni við Eldgjá var flutt til byggða. Sveitin kom konu til aðstoðar sem var orðin ofkæld upp í Hrafntinnuskeri. Ásamt því að aðstoða fasta bíla og laga sprungin dekk. Þá hefur mikið verið um aðstoðarbeiðnir frá ferðamönnum vegna fastra bíla og aðstoðar yfir ár og vöð. Einnig hafa björgunarsveitir sinnt útköllum vegna týndra ferðamanna, og einnig sinnt slösuðum ferðamönnum.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira