Innlent

Handleggsbraut sambýliskonu og son hennar

Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðasdómi Reykjaness í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína og tvö börn hennar. Dómurinn er skilorðbundinn til sex mánaða. Að auki var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbunum skaðabætur.

Maðurinn og konan voru í sambúð í þrjú ár og eiga saman son. Tvö önnur börn sem konan á bjuggu á heimili þeirra.

Brotinn áttu sér stað frá febrúar fram í júlí á seinasta ári og því tímabili handarbraut maðurinn meðal annars konuna og son hennar.

Dómurinn segir að ljóst sé að um langvarandi ósætti mannsins og konunar hafi verið að ræða. Bæði á meðan að sambúð þeirra stóð og eftir að henni lauk auk þess sem ágreiningur hefur verið með þeim um son þeirra og búskipti eftir að samvistaslit urðu.

Þá er það mat dómsins að háttsemi ákærða gagnvart öllum kærendum og kringumstæður allar hafi verið til þess fallnar að niðurlægja kærendur og skerða sjálfsmat þeirra eða sjálfsvirðingu.

Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 300.000 krónur í skaðabætur, dótturinni 75.000 krónur og syni hennar 120.000 krónur auk allan sakarkostnaðs, 926.627 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×