Innlent

Þyrla sótti höfuðkúpubrotinn sjómann

Sjómaður um borð í togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA höfuðkúpubrotnaði þegar skipið var að veiðum suðaustur af landinu síðdegis í gær.

Skipstjóri kallaði þegar eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, og vildi svo vel til að hún var við æfingar eystra og var fljót á vettvang. Vel gekk að hífa sjómanninn um borð, og var flogið með hann til Reykjavíkur, þar sem hann var lagður inn á Slysadeild Landsspítalans í gærkvöldi.

Hann er nú á góðum batavegi og er því þakkað að ekki fór verr, að hann var með öryggishjálm, sem dró úr högginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×