Innlent

Töluverð ölvun og erill hjá lögreglunni í Eyjum

Töluverð ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og alla nótt og erill hjá lögreglu, án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi upp.

Svonefnt húkkaraball var í gærkvöldi en þjóðhátíðin verður formlega sett í dag. Einn hátíðargestur var gripinn i Þorlákshöfn í gærkvöldi á leið um borð í Herjólf, þar sem han var með marijuana í fórum sínum, en engin fíkniefni hafa fundist á gestum við komuna til Eyja.

Mörgum lá líka á að komast á Eina með öllu á Akureyri og stöðvaði lögregla níu ökumenn á of miklum hraða í Öxnadal í gærkvöldi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×