Innlent

Allt fullt í Húsafelli

,,Svæðinu er lokað," segir Sigríður Snorradóttir, staðarhaldari í Húsafelli, en þar er tjaldstæðið orðið yfirfullt og veður afar gott. Sigríður biður fólk um að leggja ekki land undir fót í Húsafell því vísa þarf fólki frá sem leitar eftir því að tjalda á svæðinu.

,,Það hefur gerst áður að hér hafi allt verið orðið fullt um hádegi á föstudegi um verslunarmannahelgi en þetta hefur aldrei gerst á fimmtudagskvöldi," segir Sigríður. ,,Í gær kom holskefla inn á svæðið og allt fylltist."

Einmuna veðurblíða hefur verið í Húsafelli í vikunni og segir Sigríður marga hafa verið á svæðinu undanfarna daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×