Fótbolti

Senna vill ekki fara í Arsenal

Marcos Senna í leik með Villareal
Marcos Senna í leik með Villareal

Marcos Senna leikmaður Villareal og spænska landsliðsins segist ekki ætla að yfirgefa klúbbinn sinn til þess að spila með Arsenal á næstu leiktíð. Eftir frábæra frammistöðu á evrópumótinu sýndu Arsenal lekmanninum mikinn áhuga. Villareal vonast til þess að halda honum þar til hannl eggur skóna á hilluna.

Ég hitti forsta Villareal á þriðjudaginn og við töluðum um að framlengja samning minn um tvö ár," sagði þessi 31 árs gamli miðjumaður en núverandi samningur hans rennur út árið 2010.

„Nú vil ég hinsvegar hvílast. Ég er í fríi og vonast til þess að geta kúplað mig út úr þessum hlutum á meðan."

Fernando Roig forseti Villareal sagði að leikmaðurinn vildi vera hjá félaginu út ferilinn og hann vonaðist til þess að svo verði.

Arsenal leita nú logandi ljósi að miðjumanni en þeir seldu Mathieu Flamini sem lék frábærlega á miðjunni á síðasta tímabili til AC Milan fyrr í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×