Innlent

100% mæting hjá meirihlutanum

Tilkynnt um meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista.
Tilkynnt um meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista.

Fundur borgarráðs Reykjavíkur stendur yfir og er 100 prósent mæting hjá fulltrúum meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista. Vísir greindi frá því í gær að minnihlutinn var í meirihluta á fundum samgönguráðs og menntaráðs.

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, sagði í gær ekki minnast þess að slík staða hefði komið upp áður. ,,Þetta er til marks um að meirihlutinn er ekki með hlutina á hreinu frekar en fyrri daginn."

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur F. Magnússon sitja öll fund borgarráðs.






Tengdar fréttir

Minnihlutinn í meirihluta

Fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði Reykjavíkur voru í meirihluta á fundi ráðsins í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason, varamaður Gísla Marteins Baldurssonar, voru þau einu sem mættu á fundinn frá meirihlutanum. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður borgarstjóra, og Kristján Guðmundsson voru fjarverandi. ,,Ég minnist þess ekki að þetta hafi komið fyrir áður," segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, sem sat fundinn í morgun. ,,Þetta er til marks um það að meirihlutinn er ekki með hlutina á hreinu frekar en fyrri daginn." Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Stefán Benediktsson sátu fundinn fyrir minnihlutann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×