Innlent

Miðborgarþjónar starfandi fram á haust

Miðborgarþjónar vinna náið með lögreglu og dyravörðum.
Miðborgarþjónar vinna náið með lögreglu og dyravörðum.

Miðborgarþjónar verða starfandi í miðborginni um helgar fram á haust samkvæmt ákvörðun borgarráðs í dag.

Tilraun hefur verið með slíka þjóna undanfarnar vikur eftir að samið var við Öryggismiðstöðina að manna stöðurnar. Sá samningur hefur verið endurnýjaður.

Er það samdóma álit borgaryfirvalda, lögreglu, veitingamanna og leigubifreiðastjóra að starfsemi miðborgarþjóna hafi skilað árangri og því sé mikilvægt að ganga þegar í stað til samninga um áframhaldandi starfsemi í allt sumar. Miðborgarþjónar verði þannig að störfum á vegum Reykjavíkurborgar til og með 14. september.

Miðborgarþjónarnir hafa síðustu helgar haft umsjón með leigubílaröð við Lækjargötu og aðstoðað við fólk sem þarfnast hjálpar, til dæmis vegna ölvunar. Þá hafa þeir stuðlað að temprun hávaða frá skemmtistöðum eins og segir í tilkynningu borgarinnar. Þeir vinna náið með lögreglu og dyravörðum skemmtistaða að því markmiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×