Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um fjögur prósent milli ára

MYND/Oddgeir
Um 427 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrri helmingi ársins borið saman við 412 þúsund farþega í janúar til júní 2007. Nemur aukningin tæpum fjórum prósentum eftir því sem segir í Hagvísum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði, til loka júní, komu 961 þúsund farþegar til landsins og er það 6,2 prósent aukning frá 12 mánuðum þar á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×