Innlent

Hlaup úr Grænalóni líklegt

Töluverðar líkur eru á að hlaup úr Grænalóni hefjist á næstu vikum. Að sögn Almannavarna ríksins virðist vatnsborð lónsins hafa náð svipaðri hæð og var fyrir síðasta hlaup úr lóninu árið 2005.

Hlaup verða úr Grænalóni á nokkurra ára fresti. Algengt er að rennslí í þessum hlaupum nái um 2000 rúmmetrum á sekúndu. Hlaup úr Grænalóni standa yfirleitt í 3 til 5 daga og hámarksrennsli er oftast náð á 2 dögum. Vatnið hleypur í ána Súlu sem sameinast Núpsá í Núpsvötnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×