Innlent

„Vonlaust að búa á sorphaug"

SB skrifar

„Þetta er ófremdarástand," segir íbúi í blokk á Þórðarsveig. Eigandi blokkanna breytti rusla- og hjólageymslum í íbúðarhúsnæði. Nú safnast ruslið upp fyrir utan blokkina og mávar kroppa í matarleifar.

„Ruslið fýkur eins og skæðadrífa um hverfið og mávurinn er kominn í þetta," segir íbúinn sem ekki vill láta nafn síns getið. Hann segir að þegar eigandinn hafi breytt rusla- og hjólageymslunum í íbúðir hafi hann búið til ruslageymslu fyrir framan blokkina.

„Tunnurnar voru bara of stórar fyrir borgina. Þess vegna þurfti hann að semja við einkaaðila að losa ruslið. En hann virðist hafa gleymt að semja um losunartíma svo maður veit aldrei hvenær þetta er tæmt. Og nú hefur ruslið safnast upp í tvær vikur."

Íbúinn segist búa á jarðhæð. Hann sé orðinn langþreyttur á ruslahaugnum fyrir utan íbúðina. „Lyktin er algjör viðbjóður. Að búa í sorphaug er alveg vonlaust," segir hann.

"Ég veit ekkert um þetta mál," segir Þór Bjarkar, eigandi fjölbýlihúsana á Þórðarsveigi. Spurður af hverju ruslið hafi ekki verið tæmt í tvær vikur sagði hann þurr á manninn: „Það þarf þá að gera eitthvað í því," og sleit samtalinu.






























Fleiri fréttir

Sjá meira


×