Innlent

Mikill meirihluti stjórnenda telur efnahagshorfur slæmar

Í ársfjörðungslegri könnun Capacent Callup kemur fram að 76% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækum landsins telja aðstæður í efnahagslífinu séu frekar eða mjög slæmar. Ríflega 22% telja horfurnar hvorki góðar né slæmar en 2% telja þær góðar.

Þegar litið er hálft ár fram í tímann eru stjórnendur almennti bjartsýnni. Stjórnendur hjá 32% fyrirtækja telja að aðstæður verði betri. 26% vænta óbreytts ástands og tæplega 42% stjóenda búast við verri aðstæðum.

Meirihluti fyrirtækjanna býst við óbreyttum starfsmannafjölda en um fjórðungur hyggst fækka starfsfólki.

Könnun Capacent Gallup er gerð fyrir Samtök atvinnulífsins, Seðlabankann og fjármálaráðuneytið.

Hægt er að lesa nánar um könnunina hér.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×