Innlent

Enn langt á milli aðila

Lítið þokaðist á fundi samninganefnda Læknafélags Íslands og ríkisins sem haldinn var í dag.

Fyrir fundinn hafði Læknafélagið hafnað tilboði ríkisins um liðlega 20 þúsund króna launahækkun í nýjum samningi sem yrði fram á næsta vor.

Á fundinum í dag lögðu læknar fram nýtt tilboð.

"Viðsemjendur okkar tóku sér smá tíma til þess að skoða þetta tilboð en komu svo tilbaka með gagntilboð sem að okkar mati var allt of nálægt því sem við höfum áður hafnað," sagði Gunnar Ármansson formaður Læknafélagsins við Vísis að fundi loknum.

"Það er því enn langt á milli aðila," bætir Gunnar við.

Ákveðið hefur verið að samninganefndir hittist aftur á fimmtudaginn næsta.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×