Innlent

Metþátttaka í dorgveiðikeppni í Hafnarfirði

Þeir voru misstórir fiskarnir sem komu á land í Hafnarfirði.
Þeir voru misstórir fiskarnir sem komu á land í Hafnarfirði.

Metþátttaka var í dag í dorgveiðikeppni leikjanámskeiðanna í Hafnarfiði þegar rúmlega 400 börn komu saman á höfninni.

Aflabrögð reyndust ágæt ef marka má tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ en alls veiddust um 500 fiskar. Fiskarnir sem veiddust að þessu sinni reyndust frekar litlir og algeng stærð var 50-100 grömm. Sá stærsti reyndist 459 grömm og var það ufsi sem Ingibjörg Anna Hjartardóttir veiddi.

Auðunn Húnfjörð fékk viðurkenningu fyrir Furðufisk 2008 og var það krabbi sem var valinn. Þau Elísa Sól Sonjudóttir og Halldór V. Sigurðsson veiddu sitt hvora 7 fiskana og fengu viðurkenningu fyrir að veiða næstflestu fiskana. Það var hins vegar Styrmir Jónasson 11 ára sem veiddi flestu fiska eða alls 10.

Keppni fór vel fram utan þess sem einn keppandi fór hálfur ofan í sjóinn. Keppendur voru ungu fólki til sóma eftir því sem segir í tillynningunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×