Nú í vikunni koma 700 leikskólabörn í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði og skreyta trén sem umlykja þorpið með fallegu hlutunum sem þau hafa búið til fyrir þorpið undanfarna daga.
Leikskólabörnin hafa skreytt Jólaþorpið frá upphafi eða í sex ár. Skrautið er kærkomið og setur skemmtilegan svip á ævintýraheim þorpsins.

Jólaþorpið opnaði með glæsibrag um síðustu helgi og verður opið allar helgar frá klukkan 13 til 18 og frá 16 til 22 á Þorláksmessu.