Þórhallur: Ekki komið aftan að Ólafi með neinum hætti Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 31. júlí 2008 14:13 Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. Í viðtali við Vísi í gær sagði Ólafur viðtalið undirlagt af pólitískri misnotkun og að borgarbúum og borgarstjórnarembættinu hafi verið sýnd stæk óvirðing. Þarf að útskýra ásakanir sínar nánar Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt: „Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir." „Við erum öllu vön. Það gerist oft að stjórnmálamenn telja að það sé ansi hart að þeim gengið í svona viðtölum. Ég held að fulltrúar allra flokka hafi einhvern tíman sagt að við höfum annarleg sjónarmið uppi þegar við göngum hart að þeim," útskýrir Þórhallur og biður Ólaf um að hann útskýri betur hvað hann eigi við þegar hann sakar Kastljósið um jafn alvarlegan hlut og pólitíska misnotkun. Framganga Helga eðlileg Þórhallur vísar jafnframt á bug ásökunum Ólafs í garð Helga. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri vissi hvaða mál átti að ræða. Það átti að ræða uppsögn Ólafar [Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði], Listaháskólann og Bitruvirkjun. Þetta voru þau þrjú mál sem átti að ræða og ekkert átti að koma honum á óvart. En það tók lengri tíma að ræða mál Ólafar og Listaháskólans heldur en við gerðum ráð fyrir og því gafst ekki tími til að ræða Bitruvirkjun. Ekki var komið aftan að Ólafi með neinum hætti." Þórhallur viðurkennir að vissulega hafi Helgi verið aðgangsharður en að það sé eðlilegt að þegar svörin eru ekki nægilega skýr að það sé sótt fast að stjórnmálamönnum um skýrari svör. Framganga Helga var því eðlileg að mati Þórhalls. Ólafur áfram velkominn Sérstakt atvik átti sér einnig stað strax eftir að viðtalinu lauk. Stóð Þórhallur þá fyrir framan myndavélina og kynnti næsta innslag en í bakgrunninum sást Ólafur rjúka úr sæti sínu, staðnæmast rétt hjá Helga og hreyta einhverju að honum. Hvorki Þórhallur né Helgi vildi hins vegar tjá sig um hvað þar hefði farið fram. Framganga Ólafs verður hins vegar ekki til þess að honum verði neitað um boð aftur í Kastljósið. „Alls ekki. Ólafur er jafn velkominn eins og aðrir stjórnmálamenn í þáttinn og það breytist ekki," útskýrði Þórhallur að lokum. Viðtal Helga Seljan við Ólaf í Kastljósinu frá því í gær má sjá hér. Tengdar fréttir ,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. Í viðtali við Vísi í gær sagði Ólafur viðtalið undirlagt af pólitískri misnotkun og að borgarbúum og borgarstjórnarembættinu hafi verið sýnd stæk óvirðing. Þarf að útskýra ásakanir sínar nánar Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt: „Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir." „Við erum öllu vön. Það gerist oft að stjórnmálamenn telja að það sé ansi hart að þeim gengið í svona viðtölum. Ég held að fulltrúar allra flokka hafi einhvern tíman sagt að við höfum annarleg sjónarmið uppi þegar við göngum hart að þeim," útskýrir Þórhallur og biður Ólaf um að hann útskýri betur hvað hann eigi við þegar hann sakar Kastljósið um jafn alvarlegan hlut og pólitíska misnotkun. Framganga Helga eðlileg Þórhallur vísar jafnframt á bug ásökunum Ólafs í garð Helga. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri vissi hvaða mál átti að ræða. Það átti að ræða uppsögn Ólafar [Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði], Listaháskólann og Bitruvirkjun. Þetta voru þau þrjú mál sem átti að ræða og ekkert átti að koma honum á óvart. En það tók lengri tíma að ræða mál Ólafar og Listaháskólans heldur en við gerðum ráð fyrir og því gafst ekki tími til að ræða Bitruvirkjun. Ekki var komið aftan að Ólafi með neinum hætti." Þórhallur viðurkennir að vissulega hafi Helgi verið aðgangsharður en að það sé eðlilegt að þegar svörin eru ekki nægilega skýr að það sé sótt fast að stjórnmálamönnum um skýrari svör. Framganga Helga var því eðlileg að mati Þórhalls. Ólafur áfram velkominn Sérstakt atvik átti sér einnig stað strax eftir að viðtalinu lauk. Stóð Þórhallur þá fyrir framan myndavélina og kynnti næsta innslag en í bakgrunninum sást Ólafur rjúka úr sæti sínu, staðnæmast rétt hjá Helga og hreyta einhverju að honum. Hvorki Þórhallur né Helgi vildi hins vegar tjá sig um hvað þar hefði farið fram. Framganga Ólafs verður hins vegar ekki til þess að honum verði neitað um boð aftur í Kastljósið. „Alls ekki. Ólafur er jafn velkominn eins og aðrir stjórnmálamenn í þáttinn og það breytist ekki," útskýrði Þórhallur að lokum. Viðtal Helga Seljan við Ólaf í Kastljósinu frá því í gær má sjá hér.
Tengdar fréttir ,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13