Þórhallur: Ekki komið aftan að Ólafi með neinum hætti Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 31. júlí 2008 14:13 Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. Í viðtali við Vísi í gær sagði Ólafur viðtalið undirlagt af pólitískri misnotkun og að borgarbúum og borgarstjórnarembættinu hafi verið sýnd stæk óvirðing. Þarf að útskýra ásakanir sínar nánar Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt: „Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir." „Við erum öllu vön. Það gerist oft að stjórnmálamenn telja að það sé ansi hart að þeim gengið í svona viðtölum. Ég held að fulltrúar allra flokka hafi einhvern tíman sagt að við höfum annarleg sjónarmið uppi þegar við göngum hart að þeim," útskýrir Þórhallur og biður Ólaf um að hann útskýri betur hvað hann eigi við þegar hann sakar Kastljósið um jafn alvarlegan hlut og pólitíska misnotkun. Framganga Helga eðlileg Þórhallur vísar jafnframt á bug ásökunum Ólafs í garð Helga. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri vissi hvaða mál átti að ræða. Það átti að ræða uppsögn Ólafar [Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði], Listaháskólann og Bitruvirkjun. Þetta voru þau þrjú mál sem átti að ræða og ekkert átti að koma honum á óvart. En það tók lengri tíma að ræða mál Ólafar og Listaháskólans heldur en við gerðum ráð fyrir og því gafst ekki tími til að ræða Bitruvirkjun. Ekki var komið aftan að Ólafi með neinum hætti." Þórhallur viðurkennir að vissulega hafi Helgi verið aðgangsharður en að það sé eðlilegt að þegar svörin eru ekki nægilega skýr að það sé sótt fast að stjórnmálamönnum um skýrari svör. Framganga Helga var því eðlileg að mati Þórhalls. Ólafur áfram velkominn Sérstakt atvik átti sér einnig stað strax eftir að viðtalinu lauk. Stóð Þórhallur þá fyrir framan myndavélina og kynnti næsta innslag en í bakgrunninum sást Ólafur rjúka úr sæti sínu, staðnæmast rétt hjá Helga og hreyta einhverju að honum. Hvorki Þórhallur né Helgi vildi hins vegar tjá sig um hvað þar hefði farið fram. Framganga Ólafs verður hins vegar ekki til þess að honum verði neitað um boð aftur í Kastljósið. „Alls ekki. Ólafur er jafn velkominn eins og aðrir stjórnmálamenn í þáttinn og það breytist ekki," útskýrði Þórhallur að lokum. Viðtal Helga Seljan við Ólaf í Kastljósinu frá því í gær má sjá hér. Tengdar fréttir ,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. Í viðtali við Vísi í gær sagði Ólafur viðtalið undirlagt af pólitískri misnotkun og að borgarbúum og borgarstjórnarembættinu hafi verið sýnd stæk óvirðing. Þarf að útskýra ásakanir sínar nánar Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt: „Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir." „Við erum öllu vön. Það gerist oft að stjórnmálamenn telja að það sé ansi hart að þeim gengið í svona viðtölum. Ég held að fulltrúar allra flokka hafi einhvern tíman sagt að við höfum annarleg sjónarmið uppi þegar við göngum hart að þeim," útskýrir Þórhallur og biður Ólaf um að hann útskýri betur hvað hann eigi við þegar hann sakar Kastljósið um jafn alvarlegan hlut og pólitíska misnotkun. Framganga Helga eðlileg Þórhallur vísar jafnframt á bug ásökunum Ólafs í garð Helga. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri vissi hvaða mál átti að ræða. Það átti að ræða uppsögn Ólafar [Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði], Listaháskólann og Bitruvirkjun. Þetta voru þau þrjú mál sem átti að ræða og ekkert átti að koma honum á óvart. En það tók lengri tíma að ræða mál Ólafar og Listaháskólans heldur en við gerðum ráð fyrir og því gafst ekki tími til að ræða Bitruvirkjun. Ekki var komið aftan að Ólafi með neinum hætti." Þórhallur viðurkennir að vissulega hafi Helgi verið aðgangsharður en að það sé eðlilegt að þegar svörin eru ekki nægilega skýr að það sé sótt fast að stjórnmálamönnum um skýrari svör. Framganga Helga var því eðlileg að mati Þórhalls. Ólafur áfram velkominn Sérstakt atvik átti sér einnig stað strax eftir að viðtalinu lauk. Stóð Þórhallur þá fyrir framan myndavélina og kynnti næsta innslag en í bakgrunninum sást Ólafur rjúka úr sæti sínu, staðnæmast rétt hjá Helga og hreyta einhverju að honum. Hvorki Þórhallur né Helgi vildi hins vegar tjá sig um hvað þar hefði farið fram. Framganga Ólafs verður hins vegar ekki til þess að honum verði neitað um boð aftur í Kastljósið. „Alls ekki. Ólafur er jafn velkominn eins og aðrir stjórnmálamenn í þáttinn og það breytist ekki," útskýrði Þórhallur að lokum. Viðtal Helga Seljan við Ólaf í Kastljósinu frá því í gær má sjá hér.
Tengdar fréttir ,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13