Móðir í forræðisdeilu fékk símtal frá grátandi syni Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 31. júlí 2008 09:32 Sölva, Sigríður og Reginn. MYND/Úr einkasafni Sigríður R. Kristjánsdóttir stendur í forræðisdeilu við Jeff Ramsey, bandarískan barnsföður sinn, um tvö börn þeirra. Jeff fékk börnin í heimsókn fyrir mánuði og neitar að skila þeim jafnvel þótt Sigríður hafi pappíra sem sanni að börnin skuli búa hjá henni á Íslandi. Hringdi og sagði að börnin kæmu ekki heim Sigríður var gift bandaríska listamanninum Jeff Ramsey en í byrjun árs gekk skilnaður þeirra í gegn. Tvö börn þeirra, Reginn tíu ára og Sölva átta ára, hafa verið í heimsókn hjá föður sínum undanfarinn mánuð og áttu þau að fljúga aftur heim í fyrrakvöld. Síðastliðinn sunnudag hringdi Jeff hins vegar í Sigríði og tjáði henni að börnin myndu ekki koma heim á tilsettum tíma. Sonurinn, með asperger og einhverfu, þolir illa aðstæðurnar Samkvæmt Sigríði er skýrt kveðið á um í skilnaðarsamningunum að hún og Jeff skuli hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum en að þau skuli búa hérlendis hjá móður sinni. „Ekki það að ég sé mótfallin því að börnin séu hjá föður sínum en ég og börnin fluttum aftur til Íslands í desember og það er mikilvægt fyrir þau að vera ekki á of miklu flakki. Sérstaklega sonur minn sem er bæði með asperger og er einhverfur, hann ræður ekki við svona miklar breytingar. Hann verður að vera heima hjá sér," útskýrir Sigríðir og bætir við að Reginn hafi til dæmis hringt til hennar grátandi og sagt vilja heim. Hvetur fólk til að senda barnsföðurnum tölvupóst Sigríður hefur leitað stuðnings hjá utanríkisráðuneytinu, barnaverndarstofu og íslenska sendiráðinu í Washington. Segir hún að allir aðilar sem hún hafi rætt við sýni henni fullan stuðning og telji hana í rétti. Þegar Vísir hafði samband við utanríkisráðuneytið neitaði fulltrúi ráðuneytisins að veita upplýsingar um málið enda er starfsmönnum óheimilað að tala við fjölmiðla um slík mál. Vísir hafði einnig samband við Jeff Ramsey, föður barnanna, og vildi hann ekki tjá sig um málið en sagði að lögfræðingur sinn myndi hafa samband. Sjálf íhugar Sigríður að fljúga vestur um haf til þess að heimta aftur börnin tvö. Hún hefur einnig hrint af stað sérstakri herferð þar sem fólk er hvatt til að sýna henni stuðning með því að senda undirskrift sína til barnsföður hennar. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Sigríður R. Kristjánsdóttir stendur í forræðisdeilu við Jeff Ramsey, bandarískan barnsföður sinn, um tvö börn þeirra. Jeff fékk börnin í heimsókn fyrir mánuði og neitar að skila þeim jafnvel þótt Sigríður hafi pappíra sem sanni að börnin skuli búa hjá henni á Íslandi. Hringdi og sagði að börnin kæmu ekki heim Sigríður var gift bandaríska listamanninum Jeff Ramsey en í byrjun árs gekk skilnaður þeirra í gegn. Tvö börn þeirra, Reginn tíu ára og Sölva átta ára, hafa verið í heimsókn hjá föður sínum undanfarinn mánuð og áttu þau að fljúga aftur heim í fyrrakvöld. Síðastliðinn sunnudag hringdi Jeff hins vegar í Sigríði og tjáði henni að börnin myndu ekki koma heim á tilsettum tíma. Sonurinn, með asperger og einhverfu, þolir illa aðstæðurnar Samkvæmt Sigríði er skýrt kveðið á um í skilnaðarsamningunum að hún og Jeff skuli hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum en að þau skuli búa hérlendis hjá móður sinni. „Ekki það að ég sé mótfallin því að börnin séu hjá föður sínum en ég og börnin fluttum aftur til Íslands í desember og það er mikilvægt fyrir þau að vera ekki á of miklu flakki. Sérstaklega sonur minn sem er bæði með asperger og er einhverfur, hann ræður ekki við svona miklar breytingar. Hann verður að vera heima hjá sér," útskýrir Sigríðir og bætir við að Reginn hafi til dæmis hringt til hennar grátandi og sagt vilja heim. Hvetur fólk til að senda barnsföðurnum tölvupóst Sigríður hefur leitað stuðnings hjá utanríkisráðuneytinu, barnaverndarstofu og íslenska sendiráðinu í Washington. Segir hún að allir aðilar sem hún hafi rætt við sýni henni fullan stuðning og telji hana í rétti. Þegar Vísir hafði samband við utanríkisráðuneytið neitaði fulltrúi ráðuneytisins að veita upplýsingar um málið enda er starfsmönnum óheimilað að tala við fjölmiðla um slík mál. Vísir hafði einnig samband við Jeff Ramsey, föður barnanna, og vildi hann ekki tjá sig um málið en sagði að lögfræðingur sinn myndi hafa samband. Sjálf íhugar Sigríður að fljúga vestur um haf til þess að heimta aftur börnin tvö. Hún hefur einnig hrint af stað sérstakri herferð þar sem fólk er hvatt til að sýna henni stuðning með því að senda undirskrift sína til barnsföður hennar.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira