Móðir í forræðisdeilu fékk símtal frá grátandi syni Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 31. júlí 2008 09:32 Sölva, Sigríður og Reginn. MYND/Úr einkasafni Sigríður R. Kristjánsdóttir stendur í forræðisdeilu við Jeff Ramsey, bandarískan barnsföður sinn, um tvö börn þeirra. Jeff fékk börnin í heimsókn fyrir mánuði og neitar að skila þeim jafnvel þótt Sigríður hafi pappíra sem sanni að börnin skuli búa hjá henni á Íslandi. Hringdi og sagði að börnin kæmu ekki heim Sigríður var gift bandaríska listamanninum Jeff Ramsey en í byrjun árs gekk skilnaður þeirra í gegn. Tvö börn þeirra, Reginn tíu ára og Sölva átta ára, hafa verið í heimsókn hjá föður sínum undanfarinn mánuð og áttu þau að fljúga aftur heim í fyrrakvöld. Síðastliðinn sunnudag hringdi Jeff hins vegar í Sigríði og tjáði henni að börnin myndu ekki koma heim á tilsettum tíma. Sonurinn, með asperger og einhverfu, þolir illa aðstæðurnar Samkvæmt Sigríði er skýrt kveðið á um í skilnaðarsamningunum að hún og Jeff skuli hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum en að þau skuli búa hérlendis hjá móður sinni. „Ekki það að ég sé mótfallin því að börnin séu hjá föður sínum en ég og börnin fluttum aftur til Íslands í desember og það er mikilvægt fyrir þau að vera ekki á of miklu flakki. Sérstaklega sonur minn sem er bæði með asperger og er einhverfur, hann ræður ekki við svona miklar breytingar. Hann verður að vera heima hjá sér," útskýrir Sigríðir og bætir við að Reginn hafi til dæmis hringt til hennar grátandi og sagt vilja heim. Hvetur fólk til að senda barnsföðurnum tölvupóst Sigríður hefur leitað stuðnings hjá utanríkisráðuneytinu, barnaverndarstofu og íslenska sendiráðinu í Washington. Segir hún að allir aðilar sem hún hafi rætt við sýni henni fullan stuðning og telji hana í rétti. Þegar Vísir hafði samband við utanríkisráðuneytið neitaði fulltrúi ráðuneytisins að veita upplýsingar um málið enda er starfsmönnum óheimilað að tala við fjölmiðla um slík mál. Vísir hafði einnig samband við Jeff Ramsey, föður barnanna, og vildi hann ekki tjá sig um málið en sagði að lögfræðingur sinn myndi hafa samband. Sjálf íhugar Sigríður að fljúga vestur um haf til þess að heimta aftur börnin tvö. Hún hefur einnig hrint af stað sérstakri herferð þar sem fólk er hvatt til að sýna henni stuðning með því að senda undirskrift sína til barnsföður hennar. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sigríður R. Kristjánsdóttir stendur í forræðisdeilu við Jeff Ramsey, bandarískan barnsföður sinn, um tvö börn þeirra. Jeff fékk börnin í heimsókn fyrir mánuði og neitar að skila þeim jafnvel þótt Sigríður hafi pappíra sem sanni að börnin skuli búa hjá henni á Íslandi. Hringdi og sagði að börnin kæmu ekki heim Sigríður var gift bandaríska listamanninum Jeff Ramsey en í byrjun árs gekk skilnaður þeirra í gegn. Tvö börn þeirra, Reginn tíu ára og Sölva átta ára, hafa verið í heimsókn hjá föður sínum undanfarinn mánuð og áttu þau að fljúga aftur heim í fyrrakvöld. Síðastliðinn sunnudag hringdi Jeff hins vegar í Sigríði og tjáði henni að börnin myndu ekki koma heim á tilsettum tíma. Sonurinn, með asperger og einhverfu, þolir illa aðstæðurnar Samkvæmt Sigríði er skýrt kveðið á um í skilnaðarsamningunum að hún og Jeff skuli hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum en að þau skuli búa hérlendis hjá móður sinni. „Ekki það að ég sé mótfallin því að börnin séu hjá föður sínum en ég og börnin fluttum aftur til Íslands í desember og það er mikilvægt fyrir þau að vera ekki á of miklu flakki. Sérstaklega sonur minn sem er bæði með asperger og er einhverfur, hann ræður ekki við svona miklar breytingar. Hann verður að vera heima hjá sér," útskýrir Sigríðir og bætir við að Reginn hafi til dæmis hringt til hennar grátandi og sagt vilja heim. Hvetur fólk til að senda barnsföðurnum tölvupóst Sigríður hefur leitað stuðnings hjá utanríkisráðuneytinu, barnaverndarstofu og íslenska sendiráðinu í Washington. Segir hún að allir aðilar sem hún hafi rætt við sýni henni fullan stuðning og telji hana í rétti. Þegar Vísir hafði samband við utanríkisráðuneytið neitaði fulltrúi ráðuneytisins að veita upplýsingar um málið enda er starfsmönnum óheimilað að tala við fjölmiðla um slík mál. Vísir hafði einnig samband við Jeff Ramsey, föður barnanna, og vildi hann ekki tjá sig um málið en sagði að lögfræðingur sinn myndi hafa samband. Sjálf íhugar Sigríður að fljúga vestur um haf til þess að heimta aftur börnin tvö. Hún hefur einnig hrint af stað sérstakri herferð þar sem fólk er hvatt til að sýna henni stuðning með því að senda undirskrift sína til barnsföður hennar.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira