Innlent

85 þúsund farþegar á rúmum 30 árum

Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorkiy kom í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í morgun.

Skipið hefur komið rúmlega hundrað og þrjátíu sinnum til landsins og flutt hingað um áttatíu og fimm þúsund farþega. Lúðraþytur tók á móti farþegunum við komuna til Reykjavíkur í morgun. Maxim Gorkiy kom fyrst hingað árið 1976 og hefur komið á hverju ári síðan. Oftast fjórum til fimm sinnnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×