Innlent

Hælisleitandi í hungurverkfalli

Íranskur hælisleitandi hefur setið í hungurverkfalli fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í rúman sólarhring og bíður þar eftir áheyrn. Annar hælisleitandi segir að lögregla hafi beitt óþarfa hörku við húsleit á fimmtudag.

Elyas Sultan skoðar myndina af sér og ljósrit af ljóði sem er hans mesti dýrgripur að heiman. Hann er frá Ghazni í Afganistan; segist lent í lífshættu þar og þurft að flýja.

Á fimmtudag var Elyas heima hjá sér í húsnæði hælisleitenda í Reykjanesbæ þegar 45 lögreglumenn réðust til inngöngu.

Á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru myndir af flóttamönnum, frá fólki sem kom eftir ungversku uppreisnina 1953 til fólks sem nú er að banka upp á og er haldið í Reykjanesbæ á meðan mál þess er skoðað. Reyndar er þessi mynd ekki á sýningunni.

Hælisleitandi situr nú fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ og hefur verið þar síðan í gær. Hann segist ekki munu fara þar til hann fær viðtal við lögreglu til að ræða sín mál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×