Innlent

Lögreglan stöðvar kannabisræktun í Hafnarfirði

Fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöld. Í íbúð í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan kannabisræktun og lagði hald á tíu kannabisplöntur. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.

Í vesturbæ Reykjavíkur var lagt hald á bæði amfetamín og marijúana, samtals rúmlega 70 grömm. Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum rannsókn málsins en tveir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Efnin voru ætluð til sölu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrrnefndar aðgerðir séu liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Síminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×