Innlent

Menningarmiðstöð í Grafarvogi

Grafarvogskirkja verður með starfsemi í Þjónustu- og menningarmiðstöðinni í Spönginni.
Grafarvogskirkja verður með starfsemi í Þjónustu- og menningarmiðstöðinni í Spönginni.

Síðar í dag verður undirritað samkomulag um rekstur Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi. Starfsemi í húsinu hefst eftir tvö ár.

Í húsinu verður margvísleg starfsemi á vegum borgarinnar, þar á meðal bókasafn. Eir verður með dagdeild og þjónustu sem tengist íbúðum fyrir aldraða sem rísa á lóðinni við hliðina. Kirkjan fær aðstöðu fyrir kirkjulegar athafnir og félagsstarfsemi á sínum vegum og lögreglan verður með starfsemi í húsinu.

Í tilkynningu segir að með samkomulaginu sé nýr tónn slegin. ,,Ólíkir aðilar sem þó tengjast með margvíslegum hætti taka höndum saman um sameiginlegan rekstur hússins. Spennandi og ögrandi tækifæri eru örugglega fólgin í rekstrarfyrirkomulaginu og þeirri aðstöðu sem skapast með þessu nýja húsi. Jafnframt sparast nokkuð í rýmisþörf og rekstrarkostnaði, en þessi blanda ólíkra aðila mun örugglega leiða til skemmtilegra nýjunga og bættrar þjónustu við íbúana frá því sem nú er," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×