Áhrif hlutafjáraukningarinnar í Glitni eru óljós vegna þess að það er svo margt að gerast í umheiminum, að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns Greiningadeildar Landsbankans. Tilkynnt var í morgun að Seðlabanki Íslands myndi auka hlutafé í Glitni um 84 milljarða króna.
Edda Rós bendir á að Holland, Belgía og Lúxemburg hafi verið að safna saman 11 milljörðum evra til að bjarga Fortes bankanum. Þá hafi dregið til tíðinda í Bandaríkjunum og Bretar hafi verið að þjóðnýta Bradford og Bingley.
„Það er allt að gerast út um allt," segir Edda Rósa í samtali við Vísi.

