Innlent

Embættistaka forseta Íslands rædd á ríkisstjórnarfundi

Embættistaka forseta Íslands var rædd á ríkisstjórnarfundi í Stjórnarráðinu í morgun. Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti þann 1.ágúst næst komandi og hefst dagurinn með athöfn í dómkirkjunni klukkan hálf fjögur.

Búið er að senda út um 200 boðskort en kirkjan verður einnig opin almenningi á meðan húsrúm leyfir. Dagskrá verður í kirkjunni þar sem meðal annars biskup Íslands og dómkirkjuprestur ávarpa gesti.

Síðan verður gengið til Alþingishúss þar sem Ólafur Ragnar verður settur í embætti með viðhöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×