Innlent

Enn óljóst hvort sr. Gunnar verði ákærður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Björnsson hefur legið undir þungum ásökunum að undanförnu. Mynd/ Stöð 2.
Gunnar Björnsson hefur legið undir þungum ásökunum að undanförnu. Mynd/ Stöð 2.

Ekki er enn ljóst hvort ákæra verður lögð fram gegn sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi.

Fjórar stúlkur kærðu Gunnar í vor vegna meintra blygðunarsemisbrota. Að minnsta kosti tvær stúlknanna höfðu verið virkar í kórstarfi kirkjunnar og meint brot voru sögð hafa átt sér stað frá því einhverjar þeirra voru á fermingaraldri.

Daði Kristjánsson, hjá Ríkissaksóknara, segir að óskað hafi verið eftir frekari gögnum frá Sýslumanninum á Selfossi vegna málsins og verið sé að bíða þeirra. Of snemmt sé að segja til um það nú hvert framhald málsins verði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×