Innlent

Félagsmálaráðherra óttast stöðu skuldara

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra óttast að staða skuldara versni á næstu mánuðum og vanskilin aukist vegna efnahagsástandsins. Hún skorar á bankana að þeir sýni fólki í fjárhagserfiðleikum skilning og komi til móts við það með greiðsluaðlögun.

Í haust hyggst viðskiptaráðherra leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Greiðsluaðlögun gefur fólki möguleika á að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum án þess að missa eigur sínar og húsnæði í gjaldþroti. Gert er ráð fyrir að frumvarpið fækki gjaldþrotum einstaklinga um fimmtíu til sjötíu prósent.

Félagsmálaráðherra vonast eftir breytingum í haust. Hún hvetur bankana til þess að fara að skoða hjá sér svokallaða frjálsa greiðsluaðlögun. Jóhanna segir jafnframt að bankarnir verði að vera liðlegir þegar kemur að því að fólk lendi í miklum vandræðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×