Mótmæla svæðisskipulagstillögum á Kársnesi 15. júlí 2008 14:36 Íbúasamtök mótmæla Samtökin Betri byggð á Kársnesi mótmæltu fyrri tillögum Kópavogsbæjar harðlega. Íbúar hengdu borða á hús sín í mótmælaskyni fyrir skömmu. Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Kópavogs kl. 16:00 í dag til að afgreiða aðal- og svæðisskipulagstillögur fyrir Kársnes. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, Betri byggð á Kársnesi, segir að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðarhverfi standi óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi. Tilkynninguna í heild sinni má sjér hér að neðan: „Vegna yfirvofandi afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á breytingartillögum á svæðis- og aðalskipulagi Kársness, vilja íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) koma eftirfarandi á framfæri. Bæjaryfirvöld segja skipulagsbreytingarnar líklega þær best kynntu í sögu bæjarins og að nægur tími sé eftir til að þróa þær með fólkinu. Hið rétta er að einungis tveimur dögum eftir að skipulagshugmyndir í fimm ólíkum útgáfum voru kynntar íbúum (opinn fundur haldinn að kvöldi 8. júlí), hugðist bæjarstjórn Kópavogs afgreiða eina þeirra sem auglýsingu á breyttu skipulagi á bæjarráðsfundi. Sú tilraun var stöðvuð af minnihluta í bæjarstjórn, en í dag, sjö dögum eftir fundinn, stendur til að afgreiða tillöguna með skyndifundi úr bæjarstjórn. BBK bendir á að auglýstum skipulagstillögum verður ekki breytt eftir á, heldur gerist annað tveggja. Þær standa óbreyttar eða sveitarfélag dregur þær til baka. Með því að setja tillögu í formlegt skipulagsferli, hefur íbúum því verið gert ókleift að hafa mótandi áhrif á svæðis- og aðalskipulag Kársness, nema með afarkostum. Íbúalýðræði? Bæjaryfirvöld segjast hafa haldið marga fundi með "þessu fólki" og er þar að vísa í samtökin BBK. Hið rétta er að á rúmlega tveggja mánaða tímabili var stjórn BBK kallað á þrjá fundi þar sem bærinn kynnti skipulagsútfærslu í nokkrum þrepum. Hinn 18. júní sl. slitu bæjaryfirvöld viðræðum einhliða, eftir að BBK hafði lýst sig andsnúið tillögunni . Á íbúafundinum 8. júlí var þvert á allar hefðir og venjur, engar fyrirspurnir leyfðar, en fundargestir hvattir til að senda skipulagi bæjarins ábendingar og tillögur með tölvupósti. Nægur tími var sagður til stefnu og stefnt væri að öðrum íbúafundi með haustinu. Sjö dögum stendur til að loka málinu með afgreiðslu bæjarstjórnar á breyttu skipulagi. Samráð? Bæjaryfirvöld segjast hafa dregið úr fyrri hugmyndum um þéttingu byggðar á Kársnesi og fallið frá uppbyggingu hafnsækinnar starfsemi. Með því sé komið til móts við óskir íbúa. Hið rétta er að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðahverfi standa óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi. Með samanburði við eldri hugmyndir hefur verið látið í veðri vaka, að dregið hafi úr umfangi. Nánari athugun leiðir á hinn bóginn í ljós gráan leik að tölum og merkimiðum og að meðtalinni þeirri íbúðaraukningu sem bæjaryfirvöld þó viðurkenna að sé til staðar, er um umfangsmestu þéttingu og umferðaraukningu sem sést hefur fyrir svæðið til þessa. Komið á móts við íbúa? Bæjaryfirvöld segja að breytt skipulag muni ekki hafa teljandi umferðarvanda í för með sér og hafa í því sambandi m.a. lagt fram endurskoðaðar umferðarspár. Hið rétta er að umferðamál á Kársnesi stefna í verulegt óefni, nái öll þéttingaráform bæjaryfirvalda fram að ganga, með tilheyrandi slysahættu, mengun og hávaða yfir leyfilegum mörkum. Á síðasta ári kynntu bæjaryfirvöld umferðarspár, sem kortlögðu þennan vanda. Síðan þá hefur Kópavogsbær fengið aðra verkfræðistofu en þá sem gerði upphaflegu spárnar til að endurreikna þær út frá breyttum forsendum. Þannig hefur íbúum að meðaltali á íbúð og bílferðum verið fækkað og umferðinni dreift um Kársnesið, til að létta mesta þunganum af umferðarþyngstu götunum. Þrátt fyrir þessar reikningskúnstir er umferðarþungi of mikill á lykilstöðum hverfisins eins og Kársnesbraut með 14.000 bíla á sólahring og Borgarholtsbraut (sem er akstursgata "á skólalóð") með 12.000 b/s. Hugmynd bæjaryfirvalda um húsagötu á Kársnesbraut taka samtökin með verulegum fyrirvara, þar sem þeir sérfræðingar sem þau hafa ráðfært sig við, sjá ekki fram á að gatan rúmi að óbreyttu slíkar hugmyndir auk þess sem hún krefst þess að gengið verði á lóðir íbúa við götuna. Umferðarvandinn leystur? Íbúasamtökin hafa frá upphafi farið fram á að samfara þéttingu byggðar á Kársnesi leggðu bæjaryfirvöld í Kópavogi fram viðunandi lausn í umferðarmálum. Nú þegar til enn og aftur eru uppi tillögur um stórkostlega þéttingu byggðar á svæðinu, þrátt fyrir margítrekuð mótmæli íbúa, ítrekum við kröfu okkar um að ekki verði ráðist í svo miklar breytingar án þess að raunhæft mat á umferðaráhrifum liggi fyrir og að lagðar séu fram sannfærandi lausnir á umferðarvanda, þ.m.t. slysahættu og mengun." Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Kópavogs kl. 16:00 í dag til að afgreiða aðal- og svæðisskipulagstillögur fyrir Kársnes. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, Betri byggð á Kársnesi, segir að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðarhverfi standi óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi. Tilkynninguna í heild sinni má sjér hér að neðan: „Vegna yfirvofandi afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á breytingartillögum á svæðis- og aðalskipulagi Kársness, vilja íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) koma eftirfarandi á framfæri. Bæjaryfirvöld segja skipulagsbreytingarnar líklega þær best kynntu í sögu bæjarins og að nægur tími sé eftir til að þróa þær með fólkinu. Hið rétta er að einungis tveimur dögum eftir að skipulagshugmyndir í fimm ólíkum útgáfum voru kynntar íbúum (opinn fundur haldinn að kvöldi 8. júlí), hugðist bæjarstjórn Kópavogs afgreiða eina þeirra sem auglýsingu á breyttu skipulagi á bæjarráðsfundi. Sú tilraun var stöðvuð af minnihluta í bæjarstjórn, en í dag, sjö dögum eftir fundinn, stendur til að afgreiða tillöguna með skyndifundi úr bæjarstjórn. BBK bendir á að auglýstum skipulagstillögum verður ekki breytt eftir á, heldur gerist annað tveggja. Þær standa óbreyttar eða sveitarfélag dregur þær til baka. Með því að setja tillögu í formlegt skipulagsferli, hefur íbúum því verið gert ókleift að hafa mótandi áhrif á svæðis- og aðalskipulag Kársness, nema með afarkostum. Íbúalýðræði? Bæjaryfirvöld segjast hafa haldið marga fundi með "þessu fólki" og er þar að vísa í samtökin BBK. Hið rétta er að á rúmlega tveggja mánaða tímabili var stjórn BBK kallað á þrjá fundi þar sem bærinn kynnti skipulagsútfærslu í nokkrum þrepum. Hinn 18. júní sl. slitu bæjaryfirvöld viðræðum einhliða, eftir að BBK hafði lýst sig andsnúið tillögunni . Á íbúafundinum 8. júlí var þvert á allar hefðir og venjur, engar fyrirspurnir leyfðar, en fundargestir hvattir til að senda skipulagi bæjarins ábendingar og tillögur með tölvupósti. Nægur tími var sagður til stefnu og stefnt væri að öðrum íbúafundi með haustinu. Sjö dögum stendur til að loka málinu með afgreiðslu bæjarstjórnar á breyttu skipulagi. Samráð? Bæjaryfirvöld segjast hafa dregið úr fyrri hugmyndum um þéttingu byggðar á Kársnesi og fallið frá uppbyggingu hafnsækinnar starfsemi. Með því sé komið til móts við óskir íbúa. Hið rétta er að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðahverfi standa óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi. Með samanburði við eldri hugmyndir hefur verið látið í veðri vaka, að dregið hafi úr umfangi. Nánari athugun leiðir á hinn bóginn í ljós gráan leik að tölum og merkimiðum og að meðtalinni þeirri íbúðaraukningu sem bæjaryfirvöld þó viðurkenna að sé til staðar, er um umfangsmestu þéttingu og umferðaraukningu sem sést hefur fyrir svæðið til þessa. Komið á móts við íbúa? Bæjaryfirvöld segja að breytt skipulag muni ekki hafa teljandi umferðarvanda í för með sér og hafa í því sambandi m.a. lagt fram endurskoðaðar umferðarspár. Hið rétta er að umferðamál á Kársnesi stefna í verulegt óefni, nái öll þéttingaráform bæjaryfirvalda fram að ganga, með tilheyrandi slysahættu, mengun og hávaða yfir leyfilegum mörkum. Á síðasta ári kynntu bæjaryfirvöld umferðarspár, sem kortlögðu þennan vanda. Síðan þá hefur Kópavogsbær fengið aðra verkfræðistofu en þá sem gerði upphaflegu spárnar til að endurreikna þær út frá breyttum forsendum. Þannig hefur íbúum að meðaltali á íbúð og bílferðum verið fækkað og umferðinni dreift um Kársnesið, til að létta mesta þunganum af umferðarþyngstu götunum. Þrátt fyrir þessar reikningskúnstir er umferðarþungi of mikill á lykilstöðum hverfisins eins og Kársnesbraut með 14.000 bíla á sólahring og Borgarholtsbraut (sem er akstursgata "á skólalóð") með 12.000 b/s. Hugmynd bæjaryfirvalda um húsagötu á Kársnesbraut taka samtökin með verulegum fyrirvara, þar sem þeir sérfræðingar sem þau hafa ráðfært sig við, sjá ekki fram á að gatan rúmi að óbreyttu slíkar hugmyndir auk þess sem hún krefst þess að gengið verði á lóðir íbúa við götuna. Umferðarvandinn leystur? Íbúasamtökin hafa frá upphafi farið fram á að samfara þéttingu byggðar á Kársnesi leggðu bæjaryfirvöld í Kópavogi fram viðunandi lausn í umferðarmálum. Nú þegar til enn og aftur eru uppi tillögur um stórkostlega þéttingu byggðar á svæðinu, þrátt fyrir margítrekuð mótmæli íbúa, ítrekum við kröfu okkar um að ekki verði ráðist í svo miklar breytingar án þess að raunhæft mat á umferðaráhrifum liggi fyrir og að lagðar séu fram sannfærandi lausnir á umferðarvanda, þ.m.t. slysahættu og mengun."
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira