Innlent

Afli íslenska flotans dregst verulega saman

Aflinn hefur dregist verulega saman frá því í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Aflinn hefur dregist verulega saman frá því í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Heildarafli íslenskra skipa í júní síðastliðnum var um 28% minni en í júní 2007, sé miðað við fast verðlag.

Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 9,4% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam aflinn um 61 þúsund tonnum í júní 2008 samanborið við 112 þúsund tonn í júní 2007.

Botnfiskafli dróst saman um tæp 15 þúsund tonn frá júní 2007 og nam rúmum 26.000 tonnum. Afli uppsjávartegunda var hins vegar rúm 30 þúsund tonn og dróst saman um tæp 37 þúsund tonn frá júní 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×