Innlent

Miklar tafir í Ártúnsbrekku til klukkan 16 hið minnsta

MYND/Arnþór

Umferð um Ártúnsbrekku til austurs hefur tafist mikið eftir að flutningabíll með fullfermi valt á hliðina neðst í brekkunni. Búast má við töluverðum töfum, að minnsta kosti til klukkan 16, á meðan reynt verður að koma bílnum á réttan kjöl.

Tilkynnt var um slysið kortér yfir tólf en bílnum var ekið af afrein frá Reykjanesbraut í austur inn á Vesturlandsveg. Ökumann flutningabílsins mun hafa sakað lítið en hann kvartaði þó undan eymslum í baki.

Í tilkynningu lögreglu segir að talsverðan tíma taki að opna veginn aftur svo umferð komist á með venjubundnum hætti. Búist er við mjög miklum umferðartöfum í það minnsta til kl. 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×