Eldfimt andrúmsloft vegna bílakjallara við Vegamótastíg Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. september 2008 11:36 Vegamótastígur 9. Breytingar á deiliskipulagi vegna Vegamótastígs 7 - 9 í miðborg Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í næsta húsi sem er Grettisgata 3. Samkvæmt hinu breytta skipulagi stendur til að sprengja fyrir bílakjallara undir núverandi kjallara á lóðinni við Vegamótastíg og byggja nýtt hús frá grunni þar ofan á. Segjast íbúarnir sjá fram á að óíbúðarhæft verði á heimilum þeirra um lengri tíma. „Þegar ég kaupi íbúðina mína að Grettisgötu 3 er í gildi deiliskipulag frá árinu 2002 sem gerir ráð fyrir að undir jarðlínu á Vegamótastíg 7 - 9 komi ein hæð niður fyrir og allt í lagi með það. Núna er hins vegar verið að breyta þessu og bæta við bílakjallara fyrir neðan og þar að auki heilu húsi ofan á. Mér, og okkur íbúum í húsinu, er ekki tilkynnt um neitt, það er engin grenndarkynning og ekki neitt þrátt fyrir að það verði óíbúðarhæft í húsinu í fleiri mánuði og allt að því ár," segir Guðmundur Einar Halldórsson, íbúi við Grettisgötu 3. Íbúum haldið í gíslingu „Þarna þarf að sprengja 6 - 8 metra niður í jörðina. Ég get ekki selt, það er náttúrulega alveg á hreinu. Mér er haldið í gíslingu ásamt öllum íbúum hússins. Fatlaður maður sem býr við hliðina á mér er heima allan daginn og mun þurfa að sitja undir því að hvern einasta dag verði byrjað að sprengja og djöflast," segir Guðmundur enn fremur og bætir því við að hann hafi átt fund með Jóhannesi Kjarval, arkitekt hjá skipulags og byggingarsviði Reykjavíkur, í morgun. „Jóhannes Kjarval sagði mér það áðan að hann hefði verið mótfallinn því að bæta þessum bílakjallara þarna undir. Nú á borgarráð bara eftir að samþykkja þetta endanlega og það eina sem við getum gert er að kæra þetta. Þetta er laumumakk þar sem verið er að fara á bak við alla og fela hlutina fyrir fólki. Við þurfum að sækja okkur allar upplýsingar, við þurfum að sækja okkur alla lögfræðiaðstoð og við þurfum að sækja okkur allt. Það eina sem við getum fengið eru einhverjar örlitlar upplýsingar hjá skipulagssviði og þar þarftu að panta tíma sjálfur og standa í þessu öllu sjálfur," segir Guðmundur og kveðst verulega brugðið yfir framgöngu borgaryfirvalda. Þrjátíu sentimetra frá rúmgaflinum „Þetta er verulega tengt mér, þetta hús liggur upp að húsinu mínu. Þetta er 30 sentimetra frá rúmgaflinum mínum og það er verið að reyna að leyna mig þessu." Guðmundur segir íbúa við Grettisgötu 3 hafa sent borginni mótmælabréf sem nágrannakona hans ritaði en sú er arkitekt. „Svo kemur í ljós þegar hún grennslast fyrir um málið að það er búið að samþykkja deiliskipulagið en verið að skrifa svarbréfið til hennar. Þeir hefðu alveg eins getað skrifað aftan á bréfið „troddu þessu upp í [...] á þér". Næsta skref hjá okkur er að kæra þetta og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Þetta er ekkert lýðræði, það eru eingöngu fjárhagslegir hagsmunir hafðir að leiðarljósi. Það er ekki fegurðin eða þægindin og það munu allir skaðast á þessu nema fjárhagsleg heilsa þess aðila sem á þennan reit," segir Guðmundur. Hann segir eiganda fasteignarinnar sem nú stendur á reitnum umdeilda hafa átt í áralöngum deilum við borgina vegna ónæðis frá vínveitingahúsum í kring og freistandi sé að ætla að nú sé borgin að gera honum greiða til að friða hann. „Mér skilst að Ístak sé komið í málið og það verður engin miskunn ef þeir fá verkið. Þá verður bara unnið alla laugardaga og fram eftir á kvöldin eins og þekkt er af framkvæmdum við Hallgrímskirkju," sagði Guðmundur að lokum. Eðlilegur fylgifiskur þéttrar byggðar „Það er fyrst og fremst óánægja með þær sprengingar sem þarna eru fyrirhugaðar," segir Jóhannes Kjarval hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Hann segir breytingar á deiliskipulagi svæðisins hafa verið samþykktar í skipulagsráði. Borgarráð þurfi svo að gefa endanlegt samþykki fyrir framkvæmdunum. „Þetta er hægt að kæra til kærunefndar skipulags- og byggingarmála sem samt sem áður stoppar ekki framkvæmdir en framkvæmdirnar á enn eftir að samþykkja með umsókn um byggingarleyfi og tilheyrandi uppdráttum," útskýrir Jóhannes þegar hann er inntur eftir því hvaða úrræði íbúum í nágrenninu standi til boða. Hann segist vissulega hafa skilning á því að ekki séu allir á eitt sáttir og bendir á þrefaldan kjallara undir reitnum þar sem Stjörnubíó stóð áður. Ónæði á borð við þetta sé þó eðlilegur fylgifiskur þess að búa þröngt í miðborg. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Breytingar á deiliskipulagi vegna Vegamótastígs 7 - 9 í miðborg Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í næsta húsi sem er Grettisgata 3. Samkvæmt hinu breytta skipulagi stendur til að sprengja fyrir bílakjallara undir núverandi kjallara á lóðinni við Vegamótastíg og byggja nýtt hús frá grunni þar ofan á. Segjast íbúarnir sjá fram á að óíbúðarhæft verði á heimilum þeirra um lengri tíma. „Þegar ég kaupi íbúðina mína að Grettisgötu 3 er í gildi deiliskipulag frá árinu 2002 sem gerir ráð fyrir að undir jarðlínu á Vegamótastíg 7 - 9 komi ein hæð niður fyrir og allt í lagi með það. Núna er hins vegar verið að breyta þessu og bæta við bílakjallara fyrir neðan og þar að auki heilu húsi ofan á. Mér, og okkur íbúum í húsinu, er ekki tilkynnt um neitt, það er engin grenndarkynning og ekki neitt þrátt fyrir að það verði óíbúðarhæft í húsinu í fleiri mánuði og allt að því ár," segir Guðmundur Einar Halldórsson, íbúi við Grettisgötu 3. Íbúum haldið í gíslingu „Þarna þarf að sprengja 6 - 8 metra niður í jörðina. Ég get ekki selt, það er náttúrulega alveg á hreinu. Mér er haldið í gíslingu ásamt öllum íbúum hússins. Fatlaður maður sem býr við hliðina á mér er heima allan daginn og mun þurfa að sitja undir því að hvern einasta dag verði byrjað að sprengja og djöflast," segir Guðmundur enn fremur og bætir því við að hann hafi átt fund með Jóhannesi Kjarval, arkitekt hjá skipulags og byggingarsviði Reykjavíkur, í morgun. „Jóhannes Kjarval sagði mér það áðan að hann hefði verið mótfallinn því að bæta þessum bílakjallara þarna undir. Nú á borgarráð bara eftir að samþykkja þetta endanlega og það eina sem við getum gert er að kæra þetta. Þetta er laumumakk þar sem verið er að fara á bak við alla og fela hlutina fyrir fólki. Við þurfum að sækja okkur allar upplýsingar, við þurfum að sækja okkur alla lögfræðiaðstoð og við þurfum að sækja okkur allt. Það eina sem við getum fengið eru einhverjar örlitlar upplýsingar hjá skipulagssviði og þar þarftu að panta tíma sjálfur og standa í þessu öllu sjálfur," segir Guðmundur og kveðst verulega brugðið yfir framgöngu borgaryfirvalda. Þrjátíu sentimetra frá rúmgaflinum „Þetta er verulega tengt mér, þetta hús liggur upp að húsinu mínu. Þetta er 30 sentimetra frá rúmgaflinum mínum og það er verið að reyna að leyna mig þessu." Guðmundur segir íbúa við Grettisgötu 3 hafa sent borginni mótmælabréf sem nágrannakona hans ritaði en sú er arkitekt. „Svo kemur í ljós þegar hún grennslast fyrir um málið að það er búið að samþykkja deiliskipulagið en verið að skrifa svarbréfið til hennar. Þeir hefðu alveg eins getað skrifað aftan á bréfið „troddu þessu upp í [...] á þér". Næsta skref hjá okkur er að kæra þetta og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Þetta er ekkert lýðræði, það eru eingöngu fjárhagslegir hagsmunir hafðir að leiðarljósi. Það er ekki fegurðin eða þægindin og það munu allir skaðast á þessu nema fjárhagsleg heilsa þess aðila sem á þennan reit," segir Guðmundur. Hann segir eiganda fasteignarinnar sem nú stendur á reitnum umdeilda hafa átt í áralöngum deilum við borgina vegna ónæðis frá vínveitingahúsum í kring og freistandi sé að ætla að nú sé borgin að gera honum greiða til að friða hann. „Mér skilst að Ístak sé komið í málið og það verður engin miskunn ef þeir fá verkið. Þá verður bara unnið alla laugardaga og fram eftir á kvöldin eins og þekkt er af framkvæmdum við Hallgrímskirkju," sagði Guðmundur að lokum. Eðlilegur fylgifiskur þéttrar byggðar „Það er fyrst og fremst óánægja með þær sprengingar sem þarna eru fyrirhugaðar," segir Jóhannes Kjarval hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Hann segir breytingar á deiliskipulagi svæðisins hafa verið samþykktar í skipulagsráði. Borgarráð þurfi svo að gefa endanlegt samþykki fyrir framkvæmdunum. „Þetta er hægt að kæra til kærunefndar skipulags- og byggingarmála sem samt sem áður stoppar ekki framkvæmdir en framkvæmdirnar á enn eftir að samþykkja með umsókn um byggingarleyfi og tilheyrandi uppdráttum," útskýrir Jóhannes þegar hann er inntur eftir því hvaða úrræði íbúum í nágrenninu standi til boða. Hann segist vissulega hafa skilning á því að ekki séu allir á eitt sáttir og bendir á þrefaldan kjallara undir reitnum þar sem Stjörnubíó stóð áður. Ónæði á borð við þetta sé þó eðlilegur fylgifiskur þess að búa þröngt í miðborg.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira