Innlent

Hjálpar fólki að endurheimta stolna muni

Maður sem gefur sig út fyrir að hjálpa fólki að endurheimta muni sem hefur verið stolið af heimilum þeirra segir að sífellt fleiri fari þessa leið. Kostnaður við slíka þjónustu er sambærilegur verði á einu til tveimur grömmum af kókaíni.

Fréttastofan hefur undir höndum bréf sem var sent til manns sem lenti í því óláni að brotist var inn til hans og meðal annars fartölvunni hans var stolið. Í bréfinu býðst maðurinn, sem titlar sig markaðsfræðing, að finna þýfið og koma því í hans hendur.

Ég get „hugsanlega" hjálpað þér að fá tilbaka þessa tölvu sem stolið var. Ég hef unnið gríðarlega mikið með „útigangsfólk", dópista, og einstaklinga sem STELA til að geta lifað. Ég er mjög vel liðinn hjá þeim, enda er ég alltaf að reyna að láta gott af mér leiða...!

Í samtali við fréttastofu segir maðurinn að það sé afar sjaldgjæft að lögreglan hafi uppi á þýfi og því hafi það færst í aukanna að fólk fari þessa leið. Verðið fyrir slíka þjónustu sé sambærilegt verði á einum til tveimur grömmum af kókaíni sem er 15 - 25 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×