Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir misheppnað rán með plaströri

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að reyna að ræna verslun á Akureyri fyrr á árinu með plaströri.

Maðurinn réðst inn í verslunina með lambúshettu vopnaður plaströri og ógnaði konu sem þar var að störfum. Skipaði hann henni að opna afgreiðslukassann og afhenda sér peningana. Hann var hins vegar gerður afturreka af konunni sem tók af honum rörið og sömuleiðis húfuna og flýði hann þá af vettvangi.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og var sakfelldur. Hann á að baki alllangan sakaferil og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Þá var einnig litið til þess að refsing fyrir brot sem þessi getur ekki verið skemmri en sex mánuði en allt að tíu ár. Horft var til þess að maðurinn hefði látið af neyslu fíkniefna og að hann væri einlægur í að kúvenda lífi sínu til betri vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×