Innlent

Lögreglumenn fara fram á verulega hækkun launa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Snorri Magnússon, formaður Landssambands íslenskra lögreglumanna.
Snorri Magnússon, formaður Landssambands íslenskra lögreglumanna.

Lögreglumenn munu fara fram á verulega hækkun grunnlauna. Samningar þeirra eru lausir í lok október og var fyrsti samningafundur lögreglumanna og ríkisins haldinn á mánudaginn.

„Það má kannski helst segja að væntingar okkar séu þær að störf okkar verði metin að verðleikum og okkur verði greidd laun í samræmi við þá ábyrgð sem fylgir starfinu og þá hæfni sem það krefst," segir Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, í samtali við Vísi. Hann vildi ekki nefna neinar prósentuhækkanir.

Snorri segir að á fyrsta fundi hafi samninganefndirnar farið lauslega yfir stöðuna í kjarasamningviðræðum annarra sem hafi farið fram í vor og stöðuna stöðu efnahagslífsins eins og hún lítur út núna.

Snorri segir að lögreglumenn hafi ekki verkfallsrétt. „Það eina sem við getum gert er að biðja fallega til ríkisvaldsins um að þau meti okkar störf að verðleikum, segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×