Innlent

Vilja kanna möguleika á jarðgöngum undir Ölfusá

Bæjarráð Árborgar vill kanna möguleikann á jarðgöngum undir Ölfusá í stað brúar.

Þetta kemur fram í Glugganum, fréttablaði á Suðurlandi. Þar segir að bæjarráð hafi óskað eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar til að ræða færslu á brúarstæði og kosti þess að leggja göng.

Til stendur að færa brúarstæðið og hefur verið rætt um svæði norðaustan við Selfoss, en þar er útivistarsvæði segir bæjarstjórinn, skógrækt og dýrmætt land. Því telur bæjarstjórinn ráðlegt að kanna kosti jarðganga umfram nýja brú.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×