Innlent

Fórnarlömb Ike fá ókeypis vatn frá Jóni

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson

Fyrirtækið, Icelandic Glacial, hefur ákveðið að gefa rúmlega 20 þúsund flöskur af vatni til íbúa í Galveston í Texas. Íbúar í Galveston eiga margir hverjir um sárt að binda eftir að fellibylurinn Ike reið yfir borginu fyrir skömmu.

Það er athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem er aðaleigandi Icelandic Glacial.

"Eyðileggingin sem Ike olli er ótrúleg. Við biðjum fyrir öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa hræðilega harmleiks," segir Jón.

"Vonandi getum við lagt okkar að mörkum með því að dreifa ókeypis vatni til þeirra sem eru í neyð," bætir hann við.

Vatninu verður bæði dreift til þeirra sem eiga um sárt að binda í Galveston sem og hjálparstarfsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×